Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2015 12:00 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“ Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“
Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08