Tapið í Tékklandi hjálpar okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2015 08:00 Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru hressir og jákvæðir á blaðamannafundi í gær. Þeir ætla til Astana í Kasakstan að sækja þrjú stig. fréttablaðið/pjetur „Það var ekkert svo erfitt að velja þennan hóp. Við vorum viðbúnir meiðslum og höfum verið að fylgjast með um 35 leikmönnum og vorum búnir að forgangsraða ef einhverjir myndi meiðast og annað,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Lars Lagerbäck tilkynntu í gær leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan sem fer fram ytra þann 28. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mun þessi hópur síðan mæta Eistum í vináttulandsleik. Sölvi Geir Ottesen og Theodór Elmar Bjarnason gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þeir Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Ingi Skúlason voru ekki valdir að þessu sinni. „Þeir eiga enn möguleika. Þetta var bara valið svona að þessu sinni. Það er bara mjög ánægjulegt að það sé barátta um sætin í hópnum,“ segir Heimir. Framtíðarmenn eins og Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon eru í hópnum að þessu sinni og einnig kemur Guðlaugur Victor Pálsson inn í hópinn.Nýta tapið á jákvæðan hátt Ísland tapaði sínum síðasta leik í undankeppni EM gegn Tékkum og þjálfararnir hafa reynt að nýta það tap á jákvæðan hátt fyrir liðið. „Ef við hefðum unnið í Tékklandi hefði ég haft áhyggjur af vanmati í Kasakstan. Ég held að tapið í Tékklandi muni að vissu leyti hjálpa okkur þó svo það sé aldrei gott að tapa,“ segir Heimir og bendir á að lið Kasakstan sé sýnd veiði en ekki gefin þó svo liðið sitji í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki. Ísland er í öðru sæti með níu stig. „Þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Þeir eru bæði með létta, snögga og tekníska leikmenn og svo sterka stráka í vörninni. Þeir spila með þrjá miðverði og oft á tíðum eru fimm í vörninni hjá þeim. Liðum hefur reynst erfitt að brjóta þá niður eins og sást til að mynda í Hollandi þar sem Kasakstan komst yfir og Hollandi tókst ekki að skora fyrr en eftir um 70 mínútur.“Tímabilið að byrja í Kasakstan Landsliðsþjálfarinn vildi lítið gefa upp um veikleika andstæðingsins og hvernig Ísland ætli sér að sækja á þá. Hann sagði þó að ekki væri hægt að bjóða upp á neinar afsakanir ef illa færi. „Allir leikmenn Kasakstan spila í heimalandinu og það hlýtur að teljast vera veikleiki hjá þeim að allt liðið er að byrja tímabilið sitt núna. Þeir gætu því verið ryðgaðir.“ Fyrir ekki svo löngu hefði íslenska landsliðið verið sátt við að fara til lands eins og Kasakstan og sækja eitt stig. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir. Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig og ekkert annað í Astana. „Staðan í riðlinum býður ekki upp á annað. Við verðum að fara þarna út til þess að vinna leikinn þó svo það yrði enginn heimsendir ef við gerðum jafntefli. Við megum samt ekki tapa þessum leikjum ef við ætlum okkur annað sætið í riðlinum.“Eiður til í að fórna sér Eiður Smári Guðjohnsen var aftur valinn í hópinn og hann tekur slaginn þó svo eiginkona hans eigi von á þeirra fjórða barni á svipuðum tíma og leikurinn fer fram. „Hann var mjög jákvæður á þetta verkefni þó svo þau hjónin eigi von á barni. Þetta er virðingarvert hjá honum og sýnir hvernig karakter hann er. Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð,“ segir Heimir og bætir við að það hafi ekki þurft að setja neina pressu á Eið Smára til að vera með. „Það er frábært að hann sé til í að hjálpa okkur.“ Eins og gengur er mismunandi stand á leikmönnum íslenska liðsins. Sumir eru að spila á meðan aðrir fá ekki mörg tækifæri. Tímabilið hjá öðrum leikmönnum er svo kannski ekki hafið. „Vissulega hefur staðan oft verið betri. Við höfum átt markahæstu menn í Noregi og Hollandi er við spilum landsleik. Allir á flugi, en þetta er sá tími ársins þar sem allir eru ekki komnir í gang. Þetta er eðlilegt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21 Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15 Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Það var ekkert svo erfitt að velja þennan hóp. Við vorum viðbúnir meiðslum og höfum verið að fylgjast með um 35 leikmönnum og vorum búnir að forgangsraða ef einhverjir myndi meiðast og annað,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Lars Lagerbäck tilkynntu í gær leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan sem fer fram ytra þann 28. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mun þessi hópur síðan mæta Eistum í vináttulandsleik. Sölvi Geir Ottesen og Theodór Elmar Bjarnason gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þeir Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Ingi Skúlason voru ekki valdir að þessu sinni. „Þeir eiga enn möguleika. Þetta var bara valið svona að þessu sinni. Það er bara mjög ánægjulegt að það sé barátta um sætin í hópnum,“ segir Heimir. Framtíðarmenn eins og Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon eru í hópnum að þessu sinni og einnig kemur Guðlaugur Victor Pálsson inn í hópinn.Nýta tapið á jákvæðan hátt Ísland tapaði sínum síðasta leik í undankeppni EM gegn Tékkum og þjálfararnir hafa reynt að nýta það tap á jákvæðan hátt fyrir liðið. „Ef við hefðum unnið í Tékklandi hefði ég haft áhyggjur af vanmati í Kasakstan. Ég held að tapið í Tékklandi muni að vissu leyti hjálpa okkur þó svo það sé aldrei gott að tapa,“ segir Heimir og bendir á að lið Kasakstan sé sýnd veiði en ekki gefin þó svo liðið sitji í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki. Ísland er í öðru sæti með níu stig. „Þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Þeir eru bæði með létta, snögga og tekníska leikmenn og svo sterka stráka í vörninni. Þeir spila með þrjá miðverði og oft á tíðum eru fimm í vörninni hjá þeim. Liðum hefur reynst erfitt að brjóta þá niður eins og sást til að mynda í Hollandi þar sem Kasakstan komst yfir og Hollandi tókst ekki að skora fyrr en eftir um 70 mínútur.“Tímabilið að byrja í Kasakstan Landsliðsþjálfarinn vildi lítið gefa upp um veikleika andstæðingsins og hvernig Ísland ætli sér að sækja á þá. Hann sagði þó að ekki væri hægt að bjóða upp á neinar afsakanir ef illa færi. „Allir leikmenn Kasakstan spila í heimalandinu og það hlýtur að teljast vera veikleiki hjá þeim að allt liðið er að byrja tímabilið sitt núna. Þeir gætu því verið ryðgaðir.“ Fyrir ekki svo löngu hefði íslenska landsliðið verið sátt við að fara til lands eins og Kasakstan og sækja eitt stig. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir. Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig og ekkert annað í Astana. „Staðan í riðlinum býður ekki upp á annað. Við verðum að fara þarna út til þess að vinna leikinn þó svo það yrði enginn heimsendir ef við gerðum jafntefli. Við megum samt ekki tapa þessum leikjum ef við ætlum okkur annað sætið í riðlinum.“Eiður til í að fórna sér Eiður Smári Guðjohnsen var aftur valinn í hópinn og hann tekur slaginn þó svo eiginkona hans eigi von á þeirra fjórða barni á svipuðum tíma og leikurinn fer fram. „Hann var mjög jákvæður á þetta verkefni þó svo þau hjónin eigi von á barni. Þetta er virðingarvert hjá honum og sýnir hvernig karakter hann er. Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð,“ segir Heimir og bætir við að það hafi ekki þurft að setja neina pressu á Eið Smára til að vera með. „Það er frábært að hann sé til í að hjálpa okkur.“ Eins og gengur er mismunandi stand á leikmönnum íslenska liðsins. Sumir eru að spila á meðan aðrir fá ekki mörg tækifæri. Tímabilið hjá öðrum leikmönnum er svo kannski ekki hafið. „Vissulega hefur staðan oft verið betri. Við höfum átt markahæstu menn í Noregi og Hollandi er við spilum landsleik. Allir á flugi, en þetta er sá tími ársins þar sem allir eru ekki komnir í gang. Þetta er eðlilegt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21 Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15 Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21
Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15
Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti