Ríkisstjórnin á hraðri leið með að slá Íslandsmet í óvinsældum jakob bjarnar skrifar 21. mars 2015 11:38 vísir/gva Grétar Þór Eyþórsson prófessor og stjórnmálafræðingur, hefur fylgst grannt með fylgiskönnunum stjórnmálaflokkanna. Hann spyr sig hvort verið geti að kjósendur séu orðnir óþolinmóðari eftir árangri í seinni tíð. „Kannski hefur hrunið gert landann harkalegri en áður í þessum efnum?“Fyrri ríkisstjórn eilítið óvinsælli Grétar Þór fór yfir gögn sín en í könnun sem Fréttablaðið birti er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, nú 35 prósent. Var reyndar samanlagt 34 prósent í könnun sem MMR birti í vikunni. Grétar Már segir að það séu dæmi um slíkt frá þessu og fyrra kjörtímabili.„Það fjarar hratt undan í báðum tilfellum,“ segir Grétar Þór.„Þegar um mitt ár 2014 og fram eftir hausti mældist samanlagt fylgi B og D um 36-38%, þannig að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa séð það nærri jafn svart og þetta áður,“ segir Grétar Már: „ Þegar rýnt er í tölur kannanafyrirtækja má sjá að VG og S samanlagt voru þegar um mitt ár 2010 farnir að mælast með samanlagt fylgi á borð við þetta sem við sjáum og minna en nú. Það kannanafylgi hélst meira og minna fram að kosningum 2013 og fór lækkandi. Endaði síðan í 23,8% samanlagt í kosningunum.“Bjarni taldi traust á ríkisstjórn mikilvægt Þess má geta að núverandi stjórn sem og sú fyrri lögðu báðar af stað með vel ríflega 50 prósenta fylgi. „Það fjarar hratt undan í báðum tilfellum,“ segir Grétar Þór og veltir því fyrir sér hvort þolinmæði kjósenda gagnvart ríkisstjórnum almennt sé af skornari skammti en verið hefur. Á vormánuðum 2011 lagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, þá foringi stjórnarandstöðunnar, fram vantrauststillögu, ekki síst á þeim forsendum að fylgi við hana mældist þá lítið. Við það tækifæri sagðist hann hafa ómældar áhyggjur af traustinu í garð ríkisstjórnarinnar. „Það eru hagsmunir þjóðarinnar að boðað verði til kosninga sem fyrst. Það mun tryggja traust á milli þings og þjóðoar við lausn þess máls sem hér er á dagskrá, en það mun ekki síður endurvekja traust á þessari mikilvægustu og valdamestu stofnun landsins.“ Tengdar fréttir Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21 Píratar myndu fá fjórtán þingmenn Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta. 13. mars 2015 07:45 Píratar mælast stærstir Píratar mælast stærsti flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýjustu könnun MMR. 19. mars 2015 10:27 Stuðningur við ríkisstjórnina eykst Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,4% samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var á tímabilinu 13.-19. febrúar. 24. febrúar 2015 12:01 Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Grétar Þór Eyþórsson prófessor og stjórnmálafræðingur, hefur fylgst grannt með fylgiskönnunum stjórnmálaflokkanna. Hann spyr sig hvort verið geti að kjósendur séu orðnir óþolinmóðari eftir árangri í seinni tíð. „Kannski hefur hrunið gert landann harkalegri en áður í þessum efnum?“Fyrri ríkisstjórn eilítið óvinsælli Grétar Þór fór yfir gögn sín en í könnun sem Fréttablaðið birti er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, nú 35 prósent. Var reyndar samanlagt 34 prósent í könnun sem MMR birti í vikunni. Grétar Már segir að það séu dæmi um slíkt frá þessu og fyrra kjörtímabili.„Það fjarar hratt undan í báðum tilfellum,“ segir Grétar Þór.„Þegar um mitt ár 2014 og fram eftir hausti mældist samanlagt fylgi B og D um 36-38%, þannig að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa séð það nærri jafn svart og þetta áður,“ segir Grétar Már: „ Þegar rýnt er í tölur kannanafyrirtækja má sjá að VG og S samanlagt voru þegar um mitt ár 2010 farnir að mælast með samanlagt fylgi á borð við þetta sem við sjáum og minna en nú. Það kannanafylgi hélst meira og minna fram að kosningum 2013 og fór lækkandi. Endaði síðan í 23,8% samanlagt í kosningunum.“Bjarni taldi traust á ríkisstjórn mikilvægt Þess má geta að núverandi stjórn sem og sú fyrri lögðu báðar af stað með vel ríflega 50 prósenta fylgi. „Það fjarar hratt undan í báðum tilfellum,“ segir Grétar Þór og veltir því fyrir sér hvort þolinmæði kjósenda gagnvart ríkisstjórnum almennt sé af skornari skammti en verið hefur. Á vormánuðum 2011 lagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, þá foringi stjórnarandstöðunnar, fram vantrauststillögu, ekki síst á þeim forsendum að fylgi við hana mældist þá lítið. Við það tækifæri sagðist hann hafa ómældar áhyggjur af traustinu í garð ríkisstjórnarinnar. „Það eru hagsmunir þjóðarinnar að boðað verði til kosninga sem fyrst. Það mun tryggja traust á milli þings og þjóðoar við lausn þess máls sem hér er á dagskrá, en það mun ekki síður endurvekja traust á þessari mikilvægustu og valdamestu stofnun landsins.“
Tengdar fréttir Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21 Píratar myndu fá fjórtán þingmenn Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta. 13. mars 2015 07:45 Píratar mælast stærstir Píratar mælast stærsti flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýjustu könnun MMR. 19. mars 2015 10:27 Stuðningur við ríkisstjórnina eykst Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,4% samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var á tímabilinu 13.-19. febrúar. 24. febrúar 2015 12:01 Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21
Píratar myndu fá fjórtán þingmenn Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta. 13. mars 2015 07:45
Píratar mælast stærstir Píratar mælast stærsti flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýjustu könnun MMR. 19. mars 2015 10:27
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,4% samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var á tímabilinu 13.-19. febrúar. 24. febrúar 2015 12:01
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent