Jade Ament og Ck Yau koma frá Sviss og Hong Kong. Þær eru staddar hér á landi á vegum samtakana World Wide Friends. Jade hefur dvalið hér síðan í janúar og mun vera hér í þrjá mánuði til viðbótar en Ck verður í tvær vikur.
Vinkonurnar, sem kynntust í gengum samtökin eftir komuna til Íslands, eru einnig sjálfboðaliðar á Sónar. „Við erum baksviðs, að deila út drykkjum og taka til,” segja þær hressar.
Ck er alsæl með allan sjóinn. „Snjórinn hér er fullkominn, það er aldrei snjór í Hong Kong svo ég var mjög glöð að sjá snjóinn,” segir hún, hlær og bætir við: „Það er svolítið kalt fyrir mig, í Hong Kong er mjög heitt og rakt."
Þær hafa heyrt mikið um næturlífið í Reykjavík og stefna jafnvel á að kíkja út á lífið eftir hátíðina.
Jade fer til Eskifjarðar eftir þrjár vikur þar sem hún fer í vinnubúðir á vegum World Wide Friends en hún var einnig þar í vinnubúðum í janúar og er mjög hrifin af Austfjörðum. „Ég elska þetta land, það er svo fullt af orku og Íslendingar eru mjög vinalegir og opnir fyrir öllu.”
Hún gat valið á milli nokkra landa til að fara til á vegum samtakan og segir valið hafa verið erfitt en forvitni um landið hafi fengið hana til þess að velja Ísland. „Það var ekki auðvelt að velja en á endanum sagði ég við sjálfan mig að Ísland væri frægt fyrir náttúruna og eldfjöllin, sérstaklega Eyjafjallajökul,” segir hún að lokum áður en þær vinkonurnar kveðja og flýta sér baksviðs.
Fólkið á Sónar: Hafa heyrt mikið um næturlífið

Tengdar fréttir

Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær
Uppselt er á Sónar.

Fólkið á Sónar: Erfitt að bera nöfnin fram
Jaffre og Melanie frá Frakklandi komu sérstaklega til að vera á Sónar.

Fólkið á Sónar: Njóta drykkjanna
Jorge Martinez og Raul Sevilla eru hrifnir af sjónum og stefna á að hafa gaman.

Fólkið á Sónar: Skiptinemi sem býður fram vinnu sína
Edda er Þjóðverji sem hefur verið hér á landi síðan í ágúst.

Rafmögnuð stemning á Sónar
Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.

Fólkið á Sónar: Keyptu miðann eftir að ferð var aflýst
Aeree Cho og Matthew Heidermann komu á Sónar frá Colorado.

Fólkið á Sónar: Kippa sér ekki upp við kuldann
Pete Taylor og Holly Griffiths hafa farið á Sónar í Barcelona allnokkrum sinnum en eru að heimsækja Ísland í fyrsta skipti.

Fólkið á Sónar: Munum koma aftur að sumri til
Ferðalangar frá Glasgow segja hátíðina hafa verið frábæra afsökun til að heimsækja landið.

Fólkið á Sónar: Áhugamaður um elektróníska tónlist
Andreas Helland er norskur ljósmyndar, hjúkrunarfræðingur og áhugamaður um elektróníska tónlist.