Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby sem bar 2-0 sigurorð af Häcken í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Kennedy Bakirciouglu og Mans Söderqvist skoruðu mörk Hammarby í fyrri hálfleik.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á í liði Häcken á 80. mínútu en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn frekar en aðrir leikmenn liðsins.
Birkir Már og félagar byrja vel
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
