Lilleström er með tíu stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar sex leikir eru eftir. Lilleström vann 1-0 sigur á Avaldsnes í dag.
Eina mark leiksins kom á 69. mínútu, en Lene Mykjåland skoraði þá með góðu skoti. Markvörður Avaldsnes réð ekki við skotið, en skotið var langt frá því að vera fast.
Avaldsnes gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri og lokatölur urðu 1-0 sigur Lilleström.
Liðið er komið með 43 stig af 48 mögulegum, en það er með tíu stiga forystu á Avaldsnes sem er í öðru sætinu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir spiluðu baðar allan leikinn fyrir sitt hvort lið; Guðbjörg fyrir Lilleström og Hólmfríður fyrir Avaldsnes.
Tíu stiga forskot Lilleström eftir sigur á Avaldsnes
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
