Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 15:52 Bara vinir. Eiríkur segir að nú séu samskipti hans og Manuelu Óskar eins og á þingflokksfundi Bjartrar framtíðar. Enginn ágreiningur. Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira