Leita að manni sem vill ekki finnast Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2015 07:00 Hörður Björnsson er 188 sentímetrar á hæð, grannur með sítt ljóst hár og rautt skegg. Hörður hefur verið týndur frá aðfaranótt miðvikudags. Leitin að Herði Björnssyni hélt áfram í gær en hann hefur verið týndur frá aðfararnótt miðvikudags. Síðast sást til Harðar við Laugarásveg í Reykjavík í nágrenni heimilis hans. Þá var hann skólaus. „Það eru verkefni komin í vinnslu og verið er að leita með ákveðinni áherslu á svæði í kring um Hveragerði og nærliggjandi sveitir. Við erum með hópa á landi sem og drónahópa, auk aðstoðar frá Landhelgisgæslunni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Að sögn Guðbrands var notast við öll verkfæri sem björgunarsveitir hafa við leitina í gær; bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og leitarmenn á jörðu niðri. „Í heildina séð eru þetta 336 björgunarsveitarmenn sem hafa komið að leiðinni. Í dag [í gær] eru um fjörutíu manns að störfum,“ segir Guðbrandur. Þrjár sveitir leitarmanna leituðu í Reykjadal og nálægum dölum að Herði með drónum. Þá gengu tveir hópar til viðbótar í sveitabæi á svæðinu og spurðu íbúa hvort sést hefði til Harðar. Auk leitarhópanna sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar einnig yfir svæðinu. Guðbrandur segir það eina sem hægt hafi verið að staðfesta hingað til vera það að Hörður hafi sést á Laugarásveginum. Allt annað hafi gengið erfiðlega að staðfesta. „Við getum ekki sagt með fullvissu að hann hafi verið í Hveragerði en sterkar vísbendingar benda til þess. Við leggjum núna upp úr því að reyna að staðfesta eða hrekja ábendingar sem berast,“ segir Guðbrandur. Tugir ábendinga hafa borist lögreglu um málið og segir Guðbrandur björgunarsveitir vinna með lögreglu að því að fylgja þeim eftir. „Hann er væntanlega að forðast fólk og við göngum út frá því að hann sé að reyna að koma sér fyrir í einhverju skjóli. Við biðjum fólk því að vera vakandi fyrir mannaferðum í húsaskjóli. Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp.“ Hörður er 25 ára. Talið er að hann sé í svörtum buxum og grárri peysu. Hann er 188 sentímetrar á hæð, grannur, með ljóst sítt hár og rautt skegg.Guðbrandur bendir fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef sést til Harðar. Tengdar fréttir Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02 Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06 Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14 Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hélt áfram í gær en hann hefur verið týndur frá aðfararnótt miðvikudags. Síðast sást til Harðar við Laugarásveg í Reykjavík í nágrenni heimilis hans. Þá var hann skólaus. „Það eru verkefni komin í vinnslu og verið er að leita með ákveðinni áherslu á svæði í kring um Hveragerði og nærliggjandi sveitir. Við erum með hópa á landi sem og drónahópa, auk aðstoðar frá Landhelgisgæslunni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Að sögn Guðbrands var notast við öll verkfæri sem björgunarsveitir hafa við leitina í gær; bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og leitarmenn á jörðu niðri. „Í heildina séð eru þetta 336 björgunarsveitarmenn sem hafa komið að leiðinni. Í dag [í gær] eru um fjörutíu manns að störfum,“ segir Guðbrandur. Þrjár sveitir leitarmanna leituðu í Reykjadal og nálægum dölum að Herði með drónum. Þá gengu tveir hópar til viðbótar í sveitabæi á svæðinu og spurðu íbúa hvort sést hefði til Harðar. Auk leitarhópanna sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar einnig yfir svæðinu. Guðbrandur segir það eina sem hægt hafi verið að staðfesta hingað til vera það að Hörður hafi sést á Laugarásveginum. Allt annað hafi gengið erfiðlega að staðfesta. „Við getum ekki sagt með fullvissu að hann hafi verið í Hveragerði en sterkar vísbendingar benda til þess. Við leggjum núna upp úr því að reyna að staðfesta eða hrekja ábendingar sem berast,“ segir Guðbrandur. Tugir ábendinga hafa borist lögreglu um málið og segir Guðbrandur björgunarsveitir vinna með lögreglu að því að fylgja þeim eftir. „Hann er væntanlega að forðast fólk og við göngum út frá því að hann sé að reyna að koma sér fyrir í einhverju skjóli. Við biðjum fólk því að vera vakandi fyrir mannaferðum í húsaskjóli. Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp.“ Hörður er 25 ára. Talið er að hann sé í svörtum buxum og grárri peysu. Hann er 188 sentímetrar á hæð, grannur, með ljóst sítt hár og rautt skegg.Guðbrandur bendir fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef sést til Harðar.
Tengdar fréttir Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02 Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06 Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14 Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02
Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06
Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14
Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði