Leita að manni sem vill ekki finnast Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2015 07:00 Hörður Björnsson er 188 sentímetrar á hæð, grannur með sítt ljóst hár og rautt skegg. Hörður hefur verið týndur frá aðfaranótt miðvikudags. Leitin að Herði Björnssyni hélt áfram í gær en hann hefur verið týndur frá aðfararnótt miðvikudags. Síðast sást til Harðar við Laugarásveg í Reykjavík í nágrenni heimilis hans. Þá var hann skólaus. „Það eru verkefni komin í vinnslu og verið er að leita með ákveðinni áherslu á svæði í kring um Hveragerði og nærliggjandi sveitir. Við erum með hópa á landi sem og drónahópa, auk aðstoðar frá Landhelgisgæslunni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Að sögn Guðbrands var notast við öll verkfæri sem björgunarsveitir hafa við leitina í gær; bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og leitarmenn á jörðu niðri. „Í heildina séð eru þetta 336 björgunarsveitarmenn sem hafa komið að leiðinni. Í dag [í gær] eru um fjörutíu manns að störfum,“ segir Guðbrandur. Þrjár sveitir leitarmanna leituðu í Reykjadal og nálægum dölum að Herði með drónum. Þá gengu tveir hópar til viðbótar í sveitabæi á svæðinu og spurðu íbúa hvort sést hefði til Harðar. Auk leitarhópanna sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar einnig yfir svæðinu. Guðbrandur segir það eina sem hægt hafi verið að staðfesta hingað til vera það að Hörður hafi sést á Laugarásveginum. Allt annað hafi gengið erfiðlega að staðfesta. „Við getum ekki sagt með fullvissu að hann hafi verið í Hveragerði en sterkar vísbendingar benda til þess. Við leggjum núna upp úr því að reyna að staðfesta eða hrekja ábendingar sem berast,“ segir Guðbrandur. Tugir ábendinga hafa borist lögreglu um málið og segir Guðbrandur björgunarsveitir vinna með lögreglu að því að fylgja þeim eftir. „Hann er væntanlega að forðast fólk og við göngum út frá því að hann sé að reyna að koma sér fyrir í einhverju skjóli. Við biðjum fólk því að vera vakandi fyrir mannaferðum í húsaskjóli. Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp.“ Hörður er 25 ára. Talið er að hann sé í svörtum buxum og grárri peysu. Hann er 188 sentímetrar á hæð, grannur, með ljóst sítt hár og rautt skegg.Guðbrandur bendir fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef sést til Harðar. Tengdar fréttir Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02 Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06 Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14 Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hélt áfram í gær en hann hefur verið týndur frá aðfararnótt miðvikudags. Síðast sást til Harðar við Laugarásveg í Reykjavík í nágrenni heimilis hans. Þá var hann skólaus. „Það eru verkefni komin í vinnslu og verið er að leita með ákveðinni áherslu á svæði í kring um Hveragerði og nærliggjandi sveitir. Við erum með hópa á landi sem og drónahópa, auk aðstoðar frá Landhelgisgæslunni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Að sögn Guðbrands var notast við öll verkfæri sem björgunarsveitir hafa við leitina í gær; bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og leitarmenn á jörðu niðri. „Í heildina séð eru þetta 336 björgunarsveitarmenn sem hafa komið að leiðinni. Í dag [í gær] eru um fjörutíu manns að störfum,“ segir Guðbrandur. Þrjár sveitir leitarmanna leituðu í Reykjadal og nálægum dölum að Herði með drónum. Þá gengu tveir hópar til viðbótar í sveitabæi á svæðinu og spurðu íbúa hvort sést hefði til Harðar. Auk leitarhópanna sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar einnig yfir svæðinu. Guðbrandur segir það eina sem hægt hafi verið að staðfesta hingað til vera það að Hörður hafi sést á Laugarásveginum. Allt annað hafi gengið erfiðlega að staðfesta. „Við getum ekki sagt með fullvissu að hann hafi verið í Hveragerði en sterkar vísbendingar benda til þess. Við leggjum núna upp úr því að reyna að staðfesta eða hrekja ábendingar sem berast,“ segir Guðbrandur. Tugir ábendinga hafa borist lögreglu um málið og segir Guðbrandur björgunarsveitir vinna með lögreglu að því að fylgja þeim eftir. „Hann er væntanlega að forðast fólk og við göngum út frá því að hann sé að reyna að koma sér fyrir í einhverju skjóli. Við biðjum fólk því að vera vakandi fyrir mannaferðum í húsaskjóli. Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp.“ Hörður er 25 ára. Talið er að hann sé í svörtum buxum og grárri peysu. Hann er 188 sentímetrar á hæð, grannur, með ljóst sítt hár og rautt skegg.Guðbrandur bendir fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef sést til Harðar.
Tengdar fréttir Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02 Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06 Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14 Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hafa fengið vísbendingar um Hörð en leit enn árangurslaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir hinum 25 ára gamla Herði Björnssyni. 16. október 2015 12:02
Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. 15. október 2015 11:06
Lögreglan lýsir eftir Herði Björnssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni sem er 25 ára. 14. október 2015 13:14
Leita enn að Herði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur. 15. október 2015 17:18