Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2015 16:52 Lionel Messi fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira