Fótbolti

Ekki nota lestarkerfið í Istanbúl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Celtic eru þekktir fyrir að vera hressir og kátir.
Stuðningsmenn Celtic eru þekktir fyrir að vera hressir og kátir. vísir/getty
Þeim stuðningsmönnum Celtic sem ætla á leik liðsins í Tyrklandi í næstu viku hefur verið bent á að nota ekki lestarkerfi borgarinnar.

Sprengja sprakk á lestarstöð í Istanbúl á dögunum sem slasaði fimm manns. Yfirvöld í Skotlandi hafa ekki trú á því að öryggi stuðningsmannanna verði tryggt ef þeir ferðist með lestum í borginni.

Stuðningsmönnunum hefur einnig verið bent á að ekki sé skynsamlegt að flagga Celtic-fánum og treflum á meðan þau séu meðal almennings.

Celtic á leik gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni næsta fimmtudag. Ekki er vitað hversu margir Skotar ætli sér að fara á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×