Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann samdi við Valencia Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 15:30 Neville er mættur til Valencia. vísir/getty Gary Neville hafnaði risasamningi við Sky Sports til að taka við spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia.Í gær var tilkynnt að Neville muni stýra Valencia út tímabilið en stjóri liðsins, Nuno, sagði starfi sínu lausu eftir 1-0 tap fyrir Valencia á sunnudaginn. Þetta er fyrsta stjórastarf Neville sem hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem álitsgjafi á Sky Sports. Neville stendur að margra mati fremstur í flokki álitsgjafa og leikgreinanda en þáttur hans, Jamie Carragher og Ed Chamberlain, Monday Night Football, hefur notið mikilla vinsælda. Forráðamenn Sky Sports vildu eðlilega halda Neville og buðu honum gull og græna skóga; fimm ára samning að verðmæti rúmlega 15 milljóna punda. Neville ákvað hins vegar að stökkva út í djúpu laugina og taka við Valencia sem er í 9. sæti spænsku deildarinnar. Sky Sports bíður erfitt verkefni að finna arftaka Neville en nokkrir gestaálitsgjafar munu skiptast á að vera í Monday Night Football það sem eftir er tímabils. Í dag birti The Telegraph áhugaverðan lista yfir mögulega arftaka Neville í Monday Night Football. Þeir sem voru nefndir til sögunnar eru Jamie Redknapp, Paul Merson, Graeme Souness, Thierry Henry, Frank Lampard, Tim Sherwood og gamla brýnið Andy Gray sem var aðalálitsgjafi Sky Sports um margra ára skeið áður en honum var sagt upp störfum í janúar 2011. Umfjöllun Telegraph má lesa með því að smella hér.Frank Lampard þykir álitlegur kostur í Monday Night Football.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Gary Neville hafnaði risasamningi við Sky Sports til að taka við spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia.Í gær var tilkynnt að Neville muni stýra Valencia út tímabilið en stjóri liðsins, Nuno, sagði starfi sínu lausu eftir 1-0 tap fyrir Valencia á sunnudaginn. Þetta er fyrsta stjórastarf Neville sem hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem álitsgjafi á Sky Sports. Neville stendur að margra mati fremstur í flokki álitsgjafa og leikgreinanda en þáttur hans, Jamie Carragher og Ed Chamberlain, Monday Night Football, hefur notið mikilla vinsælda. Forráðamenn Sky Sports vildu eðlilega halda Neville og buðu honum gull og græna skóga; fimm ára samning að verðmæti rúmlega 15 milljóna punda. Neville ákvað hins vegar að stökkva út í djúpu laugina og taka við Valencia sem er í 9. sæti spænsku deildarinnar. Sky Sports bíður erfitt verkefni að finna arftaka Neville en nokkrir gestaálitsgjafar munu skiptast á að vera í Monday Night Football það sem eftir er tímabils. Í dag birti The Telegraph áhugaverðan lista yfir mögulega arftaka Neville í Monday Night Football. Þeir sem voru nefndir til sögunnar eru Jamie Redknapp, Paul Merson, Graeme Souness, Thierry Henry, Frank Lampard, Tim Sherwood og gamla brýnið Andy Gray sem var aðalálitsgjafi Sky Sports um margra ára skeið áður en honum var sagt upp störfum í janúar 2011. Umfjöllun Telegraph má lesa með því að smella hér.Frank Lampard þykir álitlegur kostur í Monday Night Football.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira