Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:44 "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. „Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
„Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?