Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 12:33 Gústaf Níelsson mun ekki taka sæti sem varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Djöfulgangurinn er slíkur í kringum þetta að það sætir undrun,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um ákvörðun Framsóknar og flugvallarvina að draga skipan hans til baka sem varafulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar en ráðherrar og þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið hörðum orðum um þessa skipan. Þegar Vísir ræddi við Gústaf í morgun sagðist hann eiga von á að halda þessu sæti.Sjá einnig:„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð,“ sagði Gústaf í morgun en í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallarvina kom fram að skipan Gústafs væri ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og því mistök af hálfu fulltrúa borgarstjórnarflokksins.„Kjafta sig einhvern veginn út úr þessu“„Það er nefnilega það. Þeir kjafta sig einhvern veginn út úr þessu, mér er alveg sama hvernig þeir gera það,“ segir Gústaf um þessa yfirlýsingu Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti af ákvörðuninni að draga skipan hans til baka.„Leitað til mín“„Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín. Þannig að það eru engin vonbrigði.“ Hann segist velta fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið hefði Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslima á Íslandi, eða Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi hefði verið boðið sætið. „Ég var að velta því fyrir mér ef viðbrögðin hefðu verið með þessum hætti ef Sverri Agnarssyni eða Salman Tamimi hefði verið boðið sætið,“ segir Gústaf sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
„Djöfulgangurinn er slíkur í kringum þetta að það sætir undrun,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um ákvörðun Framsóknar og flugvallarvina að draga skipan hans til baka sem varafulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar en ráðherrar og þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið hörðum orðum um þessa skipan. Þegar Vísir ræddi við Gústaf í morgun sagðist hann eiga von á að halda þessu sæti.Sjá einnig:„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð,“ sagði Gústaf í morgun en í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallarvina kom fram að skipan Gústafs væri ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og því mistök af hálfu fulltrúa borgarstjórnarflokksins.„Kjafta sig einhvern veginn út úr þessu“„Það er nefnilega það. Þeir kjafta sig einhvern veginn út úr þessu, mér er alveg sama hvernig þeir gera það,“ segir Gústaf um þessa yfirlýsingu Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti af ákvörðuninni að draga skipan hans til baka.„Leitað til mín“„Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín. Þannig að það eru engin vonbrigði.“ Hann segist velta fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið hefði Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslima á Íslandi, eða Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi hefði verið boðið sætið. „Ég var að velta því fyrir mér ef viðbrögðin hefðu verið með þessum hætti ef Sverri Agnarssyni eða Salman Tamimi hefði verið boðið sætið,“ segir Gústaf sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.
Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44