Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 11:02 Gústaf Adolf Níelsson Vísir/Pjetur „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“ Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Erlent Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“
Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Erlent Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40