Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 11:02 Gústaf Adolf Níelsson Vísir/Pjetur „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“ Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“
Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40