Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 11:02 Gústaf Adolf Níelsson Vísir/Pjetur „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“ Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“
Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40