„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 16:29 Birgitta hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík ráðstefnunni í maí. Vísir/TEDx „Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni. Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni.
Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00