„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 16:29 Birgitta hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík ráðstefnunni í maí. Vísir/TEDx „Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni. Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni.
Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00