„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 16:29 Birgitta hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík ráðstefnunni í maí. Vísir/TEDx „Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni. Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni.
Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00