Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 19:17 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22