Innlent

Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum.
Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum. vísir/pjetur

Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is.

Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir.

„Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“

Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.