Enski boltinn

Spurs í leit að framherja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er mikið álag á Harry Kane.
Það er mikið álag á Harry Kane. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist vera í framherjaleit og hann gæti keypt einn slíkan í janúar.

Það er mikið álag á Harry Kane sem er eini framherji liðsins og Pochettino veit að hann þarf að létta álaginu á honum.

Kane er búinn að spila alla 20 leiki Spurs í vetur og hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum nema tveimur.

Kane hóf leiktíðina rólega en er nú búinn að skora tíu mörk og þar af hafa níu komið í síðustu sjö leikjum liðsins.

Spurs reyndi að kaupa Saido Berahino frá WBA síðasta sumar en hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom því enginn framherji til félagsins síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×