Fótbolti

Óskar Örn mun slá í gegn hjá áhorfendum

Óskar Örn á ferðinni með KR.
Óskar Örn á ferðinni með KR. vísir/daníel
Kanadíska félagið FC Edmonton tilkynnti formlega í gær að félagið væri búið að fá KR-inginn Óskar Örn Hauksson að láni frá KR.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur. Óskar mun breyta leikjum og slá í gegn hjá áhorfendum," sagði Colin Miller, þjálfari liðsins.

„Hann er gríðarlega fljótur og hefur mikla orku. Ég er mjög spenntur fyrir því að fara að að vinna með honum."

Sjálfur er Njarðvíkingurinn í KR spenntur fyrir þessu nýja ævintýri.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Vonandi náum við árangri saman," sagði Óskar í samtali við heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×