Innlent

Frost á morgun og stormur á sunnudag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Hann bítur svolítið kuldinn,“ segir Teitur.
„Hann bítur svolítið kuldinn,“ segir Teitur. vísir/valli
„Þetta er meinlaust veður á morgun en hann bítur svolítið kuldinn. Hins vegar vont veður í aðsigi á sunnudag en þá hvessir verulega,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Töluvert frost verður víða um land á morgun eða um 5-17 gráður, kaldast í innsveitum. Því er mælt með að hugað verði að ofnum og lögnum svo að ekki frjósi í þeim. Að sögn Teits er stormi eða hvassviðri spáð víðast hvar á landinu. Hann varar því þá sem hyggja á ferðalög við

„Þegar hvassviðri og snjókoma fara saman þá verður skyggni á vegum slæmt, en það verður hvassviðri og stormur um mest allt land, meira og minna. Ferðalangar ættu því að taka það með inn í reikninginn núna á sunnudag,“ segir Teitur.

Veðurspá næstu daga má sjá hér fyrir neðan.

Sunnudagur:

Austan og norðaustan 18-23 m/s og víða snjókoma, en 13-18 og él á NA-verðu landinu. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 10 stiga frost í innsveitum NA-lands.

Mánudagur

Norðan 10-18 m/s, en 18-23 austast framan af degi. Þurrt á S- og SV-landi, annars snjókoma eða él. Frost 0 til 10 stig, mildast við SA-ströndina.

Þriðjudagur

Norðaustan og austanátt, 8-13 m/s með N- og A-ströndinni, annars hægari vindur. Víða él, en bjart með köflum á S- og V-landi. Hiti breytist lítið. Hvessir um kvöldið.

Veðrið á laugardag annars vegar og sunnudag hins vegar.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×