Ríflegur meirihluti Reykvíkinga vill aðild að ESB Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 19:45 Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira