Ríflegur meirihluti Reykvíkinga vill aðild að ESB Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 19:45 Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira