Fótbolti

Leikmaður Anzhi skotinn til bana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Anzhi. Gasan er ekki á myndinni.
Úr leik Anzhi. Gasan er ekki á myndinni. vísir/getty
Gasan Magomedov, leikmaður Anzhi Makhachkala, varð fyrir skothríð í gær nærri heimili sínu og lést.

Gazan var að keyra til heimili síns þegar skotið var á bíl hans. Hann lést af sárum sínum á leiðinni á spítala.

Enginn hefur verið handtekinn og ekki er vitað hvað býr að baki segir í tilkynningu frá Anzhi.

Gazan var einungis tvítugur og spilaði reglulega fyrir yngri lið Anzhi og varaliðið, en félagið vottar innilegar samúðarkveðjur í tilkynningu sem þeir sendu frá sér.

Á svæðinu sem árasin átti sér stað hefur verið mikið um átök síðustu ár, skotbardagar milli uppreisnarmanna og rússnesku lögreglunnar eru ekki sjaldgæfir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×