Enski boltinn

Dramatískar lokamínútur í enska bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Milner fagnar fyrra marki sínu.
James Milner fagnar fyrra marki sínu. Vísir/Getty
Fjórum leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi, en Aston Villa, Manchester City og Stoke tryggðu sig áfram. Southampton og Sheffield Wednesday þurfa að leika á nýjan leik.

Christian Benteke tryggði Aston Villa sigur á 89. mínútu með frábærri tækni, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Aston Villa því á leið í fjórðu umferð bikarsins.

Stoke og Manchester City tryggðu sér einnig sigurinn í lok leiks. James Milner skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrir City gegn Sheffield Wednesday eftir dramatík.

Stephen Ireland skoraði tvö mörk undir lok leiks fyrir Stoke sem lenti undir gegn Wrexham á heimavelli. Þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum hjá Stoke.

Southampton og Ipswich þurfa að mætast á nýjan leik á heimavelli Ipswich, en liðin skildu jöfn á St. Marrys í dag.

Aston Villa - Blackpool 1-0

1-0 Christian Benteke (89.).

Manchester City - Sheffield Wednesday 2-1

0-1 Atdhe Nuhiu (14.), 1-1 James Milner (66.), 2-1 James Milner (90.).

Southampton - Ipswich Town 1-1

0-1 Darren Ambrose (19.), 1-1 Morgan Schneiderlin (33.).

Stoke City - Wrexham 3-1

0-1 Mark Carrington (73.), 1-1 Marko Arnautovic (80.), 2-1 Stephen Ireland (87.), 3-1 Stephen Ireland (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×