Enski boltinn

Herrera með fallegt mark í sigri United | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ander Herrera fagnar marki sínu með liðsfélögunum.
Ander Herrera fagnar marki sínu með liðsfélögunum. Vísir/Getty
Manchester United komst áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir torsóttan sigur á C-deildarliðinu Yeovil í dag.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en United stillti upp afar sterku liði. Þeir fengu fá færi gegn C-deildarliðinu og leikur þeirra var hugmyndasnauður.

Ander Herrera kom Manchester United yfir með frábæru marki gegn Yeovil Town, en markið kom eftir rúman klukkutíma.

Herrara fékk boltann rétt fyrir utan teig, sneri varnarmann af sér og þrumaði boltanum í netið. Óverjandi. Markið má sjá hér að neðan.

Angel di Maria bætti svo við öðru marki eftir frábæra sendingu Wayne Rooney undir lok venjulegs leiktíma. Varamaðurnin di Maria kláraði færið vel, en hann vippaði boltanum yfir markvörð Yeovil. Lokatölur 2-0.

United er því komið í fjórðu umferðina, en dregið verður annað kvöld.

Herrera með svakalegt mark: Di Maria með vippu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×