Enski boltinn

Pellegrini vill að Milner skrifi undir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vertu áfram. Er Pellegrini að skjóta því að Milner?
Vertu áfram. Er Pellegrini að skjóta því að Milner? Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, vonast til að liðið semji við James Milner á næstu dögum en samningur Milners rennur út í sumar.

Milner skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri City á Sheffield Wednesday í dag, en City lenti undir. Mörkin tvö komu í síðari hálfleik frá afmælisbarninu Milner sem fagnaði 29 ára afmæli sínu í dag.

„Það eru engar nýjar fréttir. Ég vona að við náum samkomulagi, en ég held ég hafi áður sagt hvað mér finnst um Milner," sagði Pellegrini í leikslok og bætti við:

„Hann er mikilvægur og hann gefur alltaf 100% í leikina. Ég er ángæður fyrir hans hönd og einnig vegna þess að þetta er hans afmælisdagur."

Sigur City var torsóttur og þungu fargi var létt af Pellegrini í leikslok.

„Já, mér er létt vegna þess að við spiluðum ekki vel. Við spiluðum mjög illa fyrir utan síðustu tuttugu mínúturnar þegar við skiptum um gír og bjuggum til færi gegn liði sem varðist vel."

„Þegar þú ert að spila gegn liði eins og þessu þá er það erfitt þegar þú ert ein marki undir," sagði Paragvæinn í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×