Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 13:45 Alfreð á æfingunni í dag. Vísir/Vilhelm „Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
„Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira