Allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2015 15:06 Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi. Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi.
Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00
Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03
Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00