Allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2015 15:06 Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi. Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi.
Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00
Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03
Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00