Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 20:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48