Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 20:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48