Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 23:27 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar sem er farin til að vekja athygli á nauðgunum og kynferðislegri áreitni og þöggun samfélagsins þegar kemur að málaflokknum vísir/andri Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48