LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55
Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent