Innlent

Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögreglumaður.
Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögreglumaður. Vísir/Valli
Gunnar Scheving Thorsteinsson mun snúa aftur til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans fékk Gunnar Scheving símtal í dag frá yfirlögregluþjóni um að snúa aftur til starfa. Búið er að virkja aðgang hans að kerfum og fær hann vesti á morgun en fyrsta vakt hans verður um helgina.

Gunnar Scheving var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru í Löke-málinu svokallaða en hann var sakaður um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila.

Upphaflega var Gunnar ákærður fyrir að hafa einnig flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans.

Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ekki var hægt að útiloka að uppflettingarnar í upplýsingakerfinu tengdust starfi hans.

Síðari ákæruliðurinn stóð þá eftir sem Gunnar hefur verið sýknaður af.


Tengdar fréttir

Fékk aftur traust á lögreglu

Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×