Fékk aftur traust á lögreglu 9. mars 2015 07:00 Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur ekki ákveðið hvort hann fer aftur til starfa í lögreglunni. fréttablaðið/vilhelm „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
„Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira