Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 16:01 Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21