Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:24 Birkir Bjarnason fær hér vítið. Vísir/Valli Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18
Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03
Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29