Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve

Aðskilnaðarsinnar hafa setið um bæinn síðustu vikurnar sem þykir hernaðarlega mikilvægur þar sem hann tengir aðra stærri borgir saman á svæðinu. Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir að samkomulag um vopnahlé hafi náðst í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og átti að ganga í gildi um helgina.
Að sögn heimildarmanna RIA úr röðum stjórnarhermanna var hörfunin vel skipulögð, en sveitir aðskilnaðarsinna hafa reynt að koma í veg fyrir að stjórnarhermenn yfirgefi svæðið.
Maksin Lesjtshenko, talsmaður aðskilnaðarsinna, segir að nokkur hundruð stjórnarhermenn hafi lagt niður vopn. „Úkraínskir hermenn hafa afhent okkur mikið magn vopna. Þetta snýst um fleiri hundruð manns.“
Tengdar fréttir

Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve
Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé.

ÖSE vilja komast til Debaltseve
Eftirlitsemenn frá ÖSE öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ætla í dag að gera aðra tilraun til þess að komast inn í bæinn Debaltseve í Úkraínu þar sem bardagar hafa haldið áfram linnulaust þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi í landinu á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á sunnudag.

Áfram barist um bæinn Debaltseve
Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum.

Hætta á að ekkert verði af fyrirhuguðu vopnahléi
Hætta er á að ekkert verði af fyrirhuguðu vopnahléi milli stríðandi fylkinga í austurhluta Úkraínu sem taka á gildi annað kvöld.

Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum.