Lofar að fækka flóttamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2015 21:21 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að fækka flóttamönnum í Þýskalandi. Hún segir að það verði gert með ýmsum ráðum, en þó muni Þýskaland standa við mannúðlegar skuldbindingar sínar. Þýskalandi bæri skylda til að halda áfram að hjálpa hrjáðu fólki og sérstaklega þeim frá Sýrlandi. Merkel þvertók fyrir að setja hámark á fjölda flóttamanna sem fengu inngöngu í landið. Allt að milljón manns hafa sótt um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þetta sagði kanslarinn í ræðu sinni á samkomu flokks hennar, Kristinna demókrata. Hávær hluti flokksins hefur mótmælt aðgerðum Merkel undanfarnar vikur. Búist var við miklum deilum á fundinum og að andstæðingar hennar myndu jafnvel bregða fyrir hana fæti. Svo virðist þó ekki hafa farið því samkvæmt frétt Guardian voru einungis tveir af um þúsund fundargestum sem kusu gegn tillögum hennar. Eftir að klukkutímalangri ræðu Merkel lauk stóðu fundargestir upp og klöppuðu fyrir henni í níu mínútur. Merkel nefndi í ræðu sinni að þeir sem sæki um hæli í Þýskalandi þurfi að virða lög og hefðir Þýskalands og þar að auki læra þýsku. Þá gagnrýndi hún ríkar þjóðir heimsins fyrir að fjármagna hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna ekki nægilega vel og sagði það ófyrirgefanlegt. Áhugasamir og þeir sem kunna Þýsku, geta horft á ræðu Merkel hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að fækka flóttamönnum í Þýskalandi. Hún segir að það verði gert með ýmsum ráðum, en þó muni Þýskaland standa við mannúðlegar skuldbindingar sínar. Þýskalandi bæri skylda til að halda áfram að hjálpa hrjáðu fólki og sérstaklega þeim frá Sýrlandi. Merkel þvertók fyrir að setja hámark á fjölda flóttamanna sem fengu inngöngu í landið. Allt að milljón manns hafa sótt um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þetta sagði kanslarinn í ræðu sinni á samkomu flokks hennar, Kristinna demókrata. Hávær hluti flokksins hefur mótmælt aðgerðum Merkel undanfarnar vikur. Búist var við miklum deilum á fundinum og að andstæðingar hennar myndu jafnvel bregða fyrir hana fæti. Svo virðist þó ekki hafa farið því samkvæmt frétt Guardian voru einungis tveir af um þúsund fundargestum sem kusu gegn tillögum hennar. Eftir að klukkutímalangri ræðu Merkel lauk stóðu fundargestir upp og klöppuðu fyrir henni í níu mínútur. Merkel nefndi í ræðu sinni að þeir sem sæki um hæli í Þýskalandi þurfi að virða lög og hefðir Þýskalands og þar að auki læra þýsku. Þá gagnrýndi hún ríkar þjóðir heimsins fyrir að fjármagna hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna ekki nægilega vel og sagði það ófyrirgefanlegt. Áhugasamir og þeir sem kunna Þýsku, geta horft á ræðu Merkel hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira