Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 22:11 Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira