Enski boltinn

Norwich vann United: Fyrsta tapið á Old Trafford

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Norwich City gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United, 2-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Cameron Jerome skoraði fyrsta mark leiksins nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. Alexander Tettey kom síðan gestunum í 2-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Anthony Martial minnkaðu muninn fyrir United þegar rúmlegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Lengra komst United ekki og fyrsta tap liðsins á Old Trafford á tímabilinu staðreynd. Manchester United er í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig en Norwich í því sextánda með 17 stig. Skelfilegt gengi United heldur því áfram.

Cameron Jerome kemur Norwich yfir
Alexander Tettey kemur Norwich í 2-0
Martial minnkar muninn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×