Enski boltinn

Biður fólk um að hafa trú á liðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United.
Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, kallar eftir stuðningi frá aðdáendum félagsins en liðinu hefur ekki gengið vel að undanförnu og féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í riðlakeppninni.

Hann biður fólk um að hafa trú á liðinu í fjölmiðlum.

„Það er alltaf svona þegar lið fara að tapa, þá þurfa stuðningsmennirnir að finna trúna á ný,“ segir Van Gaal.

United mætir Norwich City á Old Trafford í dag en liðið hefur ekki unnið fimm leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×