Eina málið að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 06:00 Matthías ætlar sér að fara með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty „Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
„Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira