Tottenham er komið áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Qarabag frá Aserbaídjan í kvöld.
Lundúnarliðið vann 1-0 sigur á útivelli með marki Harry Kane á 78. mínútu leiksins.
Tottenham er eftir sigurinn með tíu stig á toppi J-riðils, þremur stigum á undan Anderlecht sem vann Monaco á útivelli í kvöld, 2-0.
Sigurinn í kvöld tryggir Tottenham áfram, en Monaco er fjórum stigum á eftir Lundúnarliðinu þegar ein umferð í riðlakeppninni er eftir.
Anderlecht kemst áfram með sigri í lokaumferðinni en Tottenham þarf aðeins stig til að tryggja sér sigur í riðlinum.
Kane skaut Tottenham áfram
