Enski boltinn

Hamann: Firmino verður stjarna hjá Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Firmino.
Roberto Firmino. vísir/getty

Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur trú á að Roberto Firmino, Brasilíumaðurinn í röðum Liverpool, verði stjarna áður en fram líða stundir.

Þessi 24 ára gamli Brassi virðist vera að komast í gang eftir erfiða byrjun, en hann hefur glímt við meiðsli síðan hann kom á Anfield.

„Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður. Ég talaði við fólk um hann. Markus Babbel var fyrsti þjálfarinn hans hjá Hoffenheim og það segir margt,“ segir Hamann í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Firmino er mjög beinskeittur eins og Coutinho. Hann vill sækja á markið. Þess vegna getur hann spilað sem framherji þó hann sé meiri miðjumaður.“

„Hann er alveg ótrúlega hæfileikaríkur og er mjög andlega sterkur. Ég held að hann geti orðið mikill fengur fyrir Liverpool þegar fram líða stundir,“ segir Dietmar Hamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×