Erlent

Ekkert nýtt ebólutilfelli síðustu vikuna

Atli Ísleifsson skrifar
Nýjum tilfellum hefur fækkað mikið á þessu ári, en WHO hefur varað við að faraldurinn gæti stigmagnast á nýjan leik.
Nýjum tilfellum hefur fækkað mikið á þessu ári, en WHO hefur varað við að faraldurinn gæti stigmagnast á nýjan leik. Vísir/AFP
Ekkert nýtt tilfelli ebólu hefur komið upp í Vestur-Afríkuríkjunum Sierra Leóne, Líberíu og Gíneu síðustu vikuna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því að faraldurinn braust út í mars á síðasta ári.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að rúmlega 11 þúsund manns hafi látið lífið frá því að ebólufaraldurinn braust út, en hann er sá mannskæðasti í sögunni.

Nýjum tilfellum hefur fækkað mikið á þessu ári, en WHO hefur varað við að faraldurinn gæti stigmagnast á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Nýtt ebólulyf læknar apa

Nýtt tilraunalyf hefur læknað apa af veirunni og talið er að tilraunir á mönnum muni hefjast síðar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×