Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 10:00 Geislafræðingar sátu fund klukkan tíu í gærmorgun en brugðust skjótt við þegar fregnir af alvarlegu slysi bárust. Vísir/Vilhelm Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira